Enn deila menn um allt og ekkert.

Já, nú eru það nokkrir háskólanemar sem sjá ástæðu til þess að gera athugasemd við það að fólk tjái sig opinberlega, Það er að segja ef það er verið að hvetja fólk til ofbeldis og lögbrota.

Ég hlustaði á ræðu Katrínar síðasta laugardag, en eitthvern vegin fór ég á mis við ofbeldis hvatninguna. Var að ræða stöðu mála hér á landi við nokkra erlenda kunningja um daginn, og jú, þeir tóku undir að Íslendingar væru í erfiðri stöðu. En þegar málið barst að mótmælum Íslendinga, brostu sumir og aðrir hlógu. Þessu fólki fannst það hlægilegt að fólk talaði um uppreisn og byltingu vegna þess að það væri búið að brjóta nokkur egg, brjóta fánalög og eina hurð og 4-5 rúður. Fólki fannst það blasa við  Í hversu vernduðu umhverfi Íslendingar hefðu alist upp í. Ef aðrar þjóðir lentu í svipaðri stöðu, mætti búist við því að hundruðir, eða þúsundir manna væru slasaðir eftir átök. Menn myndu mótmæla með bensínsprengjum og bareflum.

Af þeim umræðum að dæma virtist mér augljóst að þessu fólki fyndist Íslendingar vera að gera ansi mikið mál úr ansi litlum hlutum. Ég gat svo sem ekki mótmælt því.

Við erum rétt farinn að finna fyrir afleiðingum bankahrunsins. Það er reiði í fólki, hvernig verður ástandið eftir 3-6 mánuði, þegar fyrirtæki og einstaklingar eru að fara á hausinn hægri og vinstri. Verðum við ennþá að hneygslast yfir eggjabroti þá. Hverju koma reiðir einstaklingar,sem misst hafa vinnuna, til með að kasta í alþingishúsið ? varla munu þau tíma að grýta eggjum. Ef við verðum heppin kastar fólk ókeypis snjóboltum.

En við erum jú að stíga okkar fyrstu skref í svona mótmæla stússi, í landi þar sem það hefur þótt hallærislegt að mótmæla, tilgangslaust af því að það tekur engin mark á því.....Ef það gerist að fólk gefist upp á því að hittast á austurvelli á hverjum laugardegi til þess að tala, og fólk kemur til með að grípa til aðgerða, verður þá eggja skortur í landinu....eða mun blóð flæða um íslenskar götur ?

Þó svo að mér fynnist egg góð, er ég til í að fórna þeim ef það kemur í veg fyrir blóðsúthellingar.


mbl.is Ræða Katrínar ekki tekin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Gunnar Brynjólfur Kristinsson

Höfundur

Gunnar B. Kristinsson
Gunnar B. Kristinsson

Lífsreyndur, Íslenskur verkamaður...sem kann til verka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband